Til hamingju Karen

Augljólega er farið að molna hressilega undir Frjálslynda flokknum og greinilega engin tilviljun að fólk flýr Magnús Þór Hafsteinsson enn aftur. Karen Jónsdóttir ákvað að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi sem nú er með hreinan meirihluta skagafólki til mikilla hagsbóta. Ég skil afstöðu hennar mjög vel og hreint með ólíkindum þessir rasistataktar í Frjálslynda flokknum og skiljanlega vill skynsöm manneskja eins og Karen ekki vera bendluð við slíkan ófögnuð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús og flokkurinn er borinn sökum um kynþáttafordóma og eðlilega spyr maður sig hvað býr að baki. Er Frjálsyndi flokkurinn að verða einhverskonar þjóðernisflokkur? Von að fólk velti þessu fyrir sér. Það er frábært að Akranesbær vilji taka á móti þessu flóttafólki og reyna að búa þeim betri aðstæður og betra líf  fyrir þau. Ég hef ekki kynnt mér það en trúlega hefur þetta fólk búið við ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Í mínum huga er þetta merki um manngæsku og þannig manneskja er Karen greinilega fyrst hún stígur þetta skref.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ársæll Óskar Steinmóðsson
Ársæll Óskar Steinmóðsson
Knattspyrnudómari, golfari, veiðimaður, fréttasjúkur og læt mér fátt óviðkomandi. Formaður Stuðningsmannaklúbbs Leeds United á Íslandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband