Trukkaliðið

Enn og aftur eru vörubílstjórarnir að loka götum í mótmælaskyni. Ég styð þennan málsstað heilshugar en menn verða samt að passa sig að fara ekki yfir strikið heldur. Mjög líklega urðu einhverjir flugfarþegar pirraðir í nótt þegar trukkarnir lokuðu Reykjanesbrautinni. Ég hefði orðið það enda þolinmæðisstuðullinn frekar lítill hjá mér. Veit svo sem ekki hvort það urðu einhverjar tafir á flugi við þetta. Ég hef sjálfur enn sem komið er sloppið við að lenda í þessum lokunum. Mun nú samt reyna að halda ró minni ef það gerist. Það er komin timi til að stjórnvöld hlusti á þessi mótmæli og bregðist við með því að lækka sínar álögur á eldsneyti og það STRAX. Nú ef þau láta sér ekki segjast þá hvet ég trukkafólkið til að halda þessu áfram eins lengi og þarf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ársæll Óskar Steinmóðsson
Ársæll Óskar Steinmóðsson
Knattspyrnudómari, golfari, veiðimaður, fréttasjúkur og læt mér fátt óviðkomandi. Formaður Stuðningsmannaklúbbs Leeds United á Íslandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband