Færsluflokkur: Íþróttir
1.4.2008 | 12:49
-7 stig?
Samkvæmt óstaðfestum fréttum hefur Leeds United verið boðið að fá 8 stig til baka af þeim 15 sem voru dregin af þeim sl. sumar. Sömu fréttir segja að þetta verði tilkynnt 15 apríl sama dag og gerðardómurinn á að koma saman en hann er skipaður þremur fulltrúum. Einum frá Leeds, einum frá félagasamtökunum og einum hlutlausum aðila samþykktum af hinum tveimur.
Mín skoðun er sú er að félagið á að hafna þessu boði og halda sig við þá skýlausu kröfu að fá öll 15 stigin til baka þ.s þessi refsing á sér ekki fordæmi. Í raun var liðinu refsað tvisvar fyrir sama glæpinn þ.e að fara í greiðslustöðvun í lok síðasta tímabils en þá missti liðið 10 stig. Það tók Liðið einungis 5 leiki að koma sér á núllið með því að vinna 5 fyrstu leikina þ.a það er búið að vinna þessi stig inn nú þegar.
Reynist það rétt að þeir geti fengið aftur 8 stig af þessum 15 þá er augljóst að félagasamtökin eru ekki viss sjálf að þetta hafi verið lögleg aðerð og er hrædd við að þetta fari alla leið fyrir almenna dómstóla. Fyrir Leeds United þýðir þetta að liðið fer í fjórða sætið á kostnað Tranmere Rovers sem dettur þá úr umspilssæti og mjög ólíklegt að þeir sætti sig við það. Hvað sem verður er alveg ljóst að þetta keppnistímabil í Leage one á eftir að draga langan dilk á eftir sér því bæði Leyton Orient og Doncaster Rovers hafa lýst því yfir að þau muni ekki sætta sig við að Leeds fái stigin til baka. Barnsley og Bradford hafa aftur á móti lýst yfir stuðningi við Leeds United og sagt að þessi meðferð hafi veri ósanngjörn.
Hérna má sjá fréttina http://www.planetswans.co.uk/article.aspx?ArticleID=235
Leeds United leikur við Doncaster Rovers í kvöld á útivelli og verður það örugglega ekta derbyleikur af bestu gerð.
Áram Leeds
"15 points who givesa fuck, we´re super leeds and we´re going up" verður sungið hástöfum í kvöld.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 12:20
Bloggið
Jæja þá lét maður verða af því að gerast bloggari. Óskandi að maður láti eitthvað gáfulegt frá sér en fólk verður bara að meta það en fyrst og fremst á þetta að vera skemmtilegt. Ég læt yfirleitt allt vaða og það verður engin breyting hér á. Segi það sem mér býr í brjósti þá stundina og er þá ekkert undanskilið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar